á SANDHÓLI FRAMLEIÐUM VIÐ HÁGÆÐA MATVÖRU Á VISTVÆNAN HÁTT
Kaldpressuð repjuolía
Kaldpressaða repjuolían okkar er full af hollum omega fitusýrum, steinefnum og vítamínum. Olían er fullunnin og tappað á flöskur á Sandhóli. Hún er einstaklega bragðgóð og hentar jafnt sem salatolía, til steikingar og í baksturinn.
Hafrar
Við erum stolt af því að bjóða upp á fyrstu íslensku hafrana sem seldir eru í matvöruverslunum á Íslandi. Hafrar eru trefjaríkir og góðir fyrir meltinguna. Hafrar njóta sífellt meiri vinsælda í bakstur og matargerð, og fátt jafnast á við ljúffengan hafragraut í morgunmat.