Hafrar

Á Sandhóli eru ræktaðir hafrar sem eru tilvaldir í morgunmat, t.d. sem hafragrautur eða út á AB mjólk. Hafrarnir eru fáanlegir í verslunum Bónus og Hagkaupa um land allt. Hafrarnir frá Sandhóli eru fyrstu íslensku hafrarnir sem seldir eru í matvöruverslunum á Íslandi.

Við framleiðum bæði fínvalsaða hafra (haframjöl) og tröllahafra, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tröllahafrar eru valsaðir af heilu fræi en til að fá haframjöl eru hafrarnir fyrst klipptir í tvennt eða þrennt áður en þeir eru valsaðir.

Hýðið af höfrunum og þeir hafrar sem falla af í framleiðslunni eru nýtt í fóður. Hálmurinn af stöngli og blöðum hafrajurtarinnar er nýttur sem undirburður fyrir nautgripi. Þannig næst fram fullkomin nýting á plöntunni og sóun haldið í lágmarki.

Haframjölið og tröllahafrarnir uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 428/2015 um notkun Skráargatsins vegna hás hlutfalls trefja í innihaldi.

 

Næringargildi í 100 g:Orka: 1504 kJ / 357 kkalFita: 6,5 g- þar af mettuð: 1,1 gKolvetni: 58,2 g- þar af sykurtegundir: 1,0 gTrefjar: 10,0 gPrótein: 11,4 gSalt: 0 g

Næringargildi í 100 g:

Orka: 1504 kJ / 357 kkal

Fita: 6,5 g

- þar af mettuð: 1,1 g

Kolvetni: 58,2 g

- þar af sykurtegundir: 1,0 g

Trefjar: 10,0 g

Prótein: 11,4 g

Salt: 0 g