um okkur
Bærinn Sandhóll er í Meðallandi, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt.
Allur búskapur á Sandhóli einkennist af virðingu fyrir náttúrunni og að fullnýta afurðir. Ræktun er stunduð án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis og annarra óæskilegra efna. Hálmur af ökrum er nýttur sem undirburður fyrir nautgripi. Repjuhrat sem verður til við kaldpressun repjufræs er nýtt sem próteingjafi í fóður nautgripa. Bygg og hafrar, sem ekki eru notaðir til manneldis eru einnig notaðir í fóður og eina aðkeypta innihaldið í fóðri nautgripanna eru steinefni. Þá er búskapurinn að fullu kolefnisjafnaður af skógræktinni og gott betur.
Sandhóll bú ehf.
Sandhóli,
881 Kirkjubæjarklaustur
Kennitala: 570409-0260
Framkvæmdastjóri: Örn Karlsson
Netfang: orn@sandholl.is
Sími: 864-2015
Repjuakur á Sandhóli