Kaldpressuð repjuolía

Kaldpressaða repjuolían okkar var fyrsta varan sem við settum á markað. Bæði ræktun á repjuplöntunni og framleiðslan á olíunni fer fram á bænum okkar á Sandhóli í Meðallandi. Olían er fáanleg í verslunum Bónus, Hagkaupa og Krónunnar um land allt.

Varan fór í almenna sölu á árinu 2016 en við höfðum þá unnið að því um árabil að þróa olíuna og framleiðsluferlið til þess að hámarka gæði olíunnar þannig að hún standist væntingar hinna mestu matgæðinga.

Repjufræið er pressað við lágt hitastig.  Olían er unnin úr fyrstu pressun sem þýðir að hún er fyrsta flokks og öll næringarefnin haldast í olíunni. Afgangurinn sem verður til við vinnsluna kallast repjuhrat, og er það svo nýtt sem próteinríkt fóður fyrir nautgripi á bænum. Stöngull plöntunnar nýtist sem undirburður fyrir nautgripi og þannig nýtist plantan til fulls án nokkurrar sóunar.

Olían inniheldur mikið magn af Omega 3 fitusýrum og E-vítamín. Olían uppfyllir skilyrði reglugerðar nr. 428/2015 um notkun Skráargatsins vegna lágs hlutfalls mettaðrar fitusýra í innihaldi auk þess að vera laus við salt.

Kaldpressaða olían hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur af fagfólki og flestir eru sammála um að það sé hnetukeimur af henni og bragðið minni einnig á lárperu og graskersfræ.

Olían er einnig notuð við framleiðslu á íslenskri sápu.

Innihaldslýsing:Innihald: Vistvæn matarolía úr repjufræjum.Næringargildi í 100 g af repjuolíu er u.þ.b.Orka: 3700 kJ eða 900 kkalFita: 100 gþar af· mettaðar fitusýrur: 5 g* einómettaðar fitusýrir: 57 g* fjölómettaðar fitusýrur: 33 g* ómega 3: 11 g* …

Innihaldslýsing:

Innihald: Vistvæn matarolía úr repjufræjum.

Næringargildi í 100 g af repjuolíu er u.þ.b.

Orka: 3700 kJ eða 900 kkal

Fita: 100 g

þar af

· mettaðar fitusýrur: 5 g

* einómettaðar fitusýrir: 57 g

* fjölómettaðar fitusýrur: 33 g

* ómega 3: 11 g

* ómega 6: 22 g

E-vítamín: 8,8 mg

Kolvetni, prótein, salt, trefjar: 0 g