Skógrækt

Við höfum stundað skógrækt í landi Sandhóls frá árinu 2009 og hafa margir kílómetrar af blönduðum skjólbeltum verið lagðir. Í framtíðinni verður um 60 hektara skógur á Sandhóli, en þegar hafa verið gróðursettar margir tugir þúsundna trjáplantna. Uppistaðan í skóginum er alaskaösp og sitkagreni, en einnig hefur verið gróðursett birki, stafafura, elri og víðir.

Það er okkar sýn til framtíðar að rækta sjálfbæran nytjaskóg sem og stuðla að aukinni kolefnisbindingu- og jöfnun, en skógrækt er ein virkasta leiðin til kolefnisbindingar.

Skjólbelti tekið út

Skjólbelti tekið út