Sandhóll
Cart 0

á SANDHÓLI FRAMLEIÐUM VIÐ HÁGÆÐA MATVÖRU Á VISTVÆNAN HÁTT

Kaldpressuð repjuolía

Kaldpressaða repjuolían okkar er full af hollum omega fitusýrum, steinefnum og vítamínum. Olían er fullunnin og tappað á flöskur á Sandhóli. Hún er einstaklega bragðgóð og hentar jafnt sem salatolía, til steikingar og í baksturinn.

Hafrar

Við erum stolt af því að bjóða upp á fyrstu íslensku hafrana sem seldir eru í matvöruverslunum á Íslandi. Hafrar eru trefjaríkir og góðir fyrir meltinguna. Hafrar njóta sífellt meiri vinsælda í bakstur og matargerð, og fátt jafnast á við ljúffengan hafragraut í morgunmat.

NAUTGRIPARÆKT

Á Sandhóli er starfrækt nautgripabú sem telur nú yfir 300 nautgripi. 

Við leggjum mikið upp úr því að dýrunum líði vel, þau hafi mikið og gott pláss og að allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.