aFURÐIRNAR OKKAR
Á Sandhóli einbeitum við okkur að því að framleiða hágæða íslenska matvöru sem stenst kröfur mestu matgæðinga, á sama tíma og við leggjum áherslu á vistvæna ræktun í sátt við náttúruna.
REPJUOLÍA
Kaldpressaða repjuolían okkar var fyrsta varan sem við settum á markað. Bæði ræktun á repjuplöntunni og framleiðslan á olíunni fer fram á bænum okkar á Sandhóli í Meðallandi.
Varan fór í almenna sölu á árinu 2016 en við höfðum þá unnið að því um árabil að þróa olíuna og framleiðsluferlið til þess að hámarka gæði olíunnar þannig að hún standist væntingar hinna mestu matgæðinga.
Repjufræið er pressað við lágt hitastig. Olían er unnin úr fyrstu pressun sem þýðir að hún er fyrsta flokks og öll næringarefnin haldast í olíunni.
Olían inniheldur mikið magn af omega fitusýrum (3 og 6) og er rík af E-vítamíni.
Olían hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur af fagfólki og flestir eru sammála um að það sé hnetukeimur af henni og bragðið minni einnig á lárperu og graskersfræ..
Hafrar
Á Sandhóli eru ræktaðir hafrar sem eru tilvaldir í staðgóðan morgunverð.
Sandhóls hafrar eru fyrstu íslensku hafrarnir sem seldir eru á almennum markaði.
Við framleiðum bæði fínvalsaða hafra og tröllahafra, þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hafrar eru innihalda mikið af trefjum sem hafa góð áhrif á meltinguna auk þess að vera steinefnaríkir.
Nautakjöt
Á Sandhóli er nautgripabú sem telur 200 nautgripi af Aberdeen Angus kyni.
Við leggju mikið upp úr því að dýrunum líði vel, þau hafi mikið pláss og að allur aðbúnaður sé eins og best sé á kosið.
Á árinu 2017 var byggingu á nýju hátæknifjósi á Sandhóli lokið. Þar sjá vélmenni um að nautin hafi alltaf nægt fóður og vatn og að hreinlæti sé í hámarki.
Nautin fá hágæða fóður sem meðal annars er búið til úr því sem fellur til við framleiðslu á repjuolíunni okkar.